Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið

New England Patriots spila síðasta leik venjulega tímabilsins í NFL deildinni á sunnudag en tveir leikmenn liðsins, Christian Barmore og Stefon Diggs, hafa nýlega verið ákærðir fyrir ofbeldi. Kærasta hins síðarnefnda, poppstjarnan Cardi B, hefur komið sínum manni til varna.