Þúsundir yfirgefa heimili sín nærri vígstöðvum í Úkraínu

Yfirvöld í Úkraínu hafa fyrirskipað rýmingar í Zaporizhzhia og Dnipropetrovsk vegna sóknar Rússlandshers í héruðunum. Að minnsta kosti 3.000 börn auk foreldra hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Ráðamenn í Úkraínu segja rýmingar einnig standa yfir í Chernigiv, nærri landamærum Belarús. Um 150.000 manns hafi þurft að yfirgefa heimili sín í svipuðum rýmingum síðan í sumar, þar á meðal um 18.000 börn.