Ómar Ingi: „Við viljum gera betur en það“

Íslenska karlalandsliðið í handbolta kom saman í dag og undirbúningurinn fyrir Evrópumótið er hafinn. Ómar Ingi Magnússon spilaði síðast á stórmóti 2024 því hann var meiddur í fyrra. Ómar Ingi segir liðið vilja ná lengra en undanfarin ár. „Ég vil að liðið spili góðan bolta fyrst og fremst og að við náum í góð úrslit. En við þurfum að byrja vel í riðlinum til þess að geta það. Við viljum náttúrulega vera betri en 10. eða 11. sæti eða hvað þetta hefur verið síðustu tvö-þrjú ár. Við viljum gera betur en það. „Við þurfum að sjá hvort við getum slípað þetta saman, það verður erfitt en við munum gefa okkur alla í það.“ Ísland á sinn fyrsta leik á mótinu þann 16. janúar þegar liðið mætir Ítalíu.