Íslenskur ríkisborgari lést í Úkraínu

Íslenskur ríkisborgari sem gekk til liðs við úkraínska herinn lét lífið í Úkraínu í desember. Fjölskylda mannsins staðfestir þetta við fréttastofu. Upplýsingar um hvar maðurinn lést og við hvaða kringumstæður liggja ekki fyrir. Fjölskylda mannsins sagði að hann hefði nýlega gengið til liðs við úkraínska herinn og hefði stefnt að því að fara í þjálfun í aðhlynningu særðra hermanna. Fjölskyldan heyrði síðast frá honum 20. desember. Málið er á borði borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins sem segir ekki unnt að veita upplýsingar um einstök mál.