„Miður að bensínhákum sé um­bunað“

Bensínverð hefur lækkað um þriðjung eftir áramót en Neytendasamtökunum berast kvartanir um að verði hafi verið haldið uppi fyrir þann tíma. Formaður segir ósanngjarnt að bensínhákum sé umbunað á sama tíma og rekstrarkostnaður sparneytinna bíla hækkar.