Drápið á jóladag „óðs manns gjörð“

Hálfsextug móðir sem var myrt á hrottafenginn hátt í Boden í Norrbotten í Svíþjóð á jóladagsmorgun hafði verið í sambandi við drápsmanninn vegna auglýsingar sem hún birti á sölusíðu á lýðnetinu en árásarmaðurinn særði tvær dætur konunnar, aðra þeirra alvarlegum sárum, áður en lögregla kom á vettvang og skaut hann til bana.