Þýsk lögregla mærir innbrotsþjófa

Lögreglan í Gelsenkirchen í Þýskalandi mærir bíræfna innbrotsþjófa í hástert í samtali við AFP-fréttastofuna eftir að þeir boruðu sig inn í hvelfingu Sparkasse-sparisjóðsins við Nienhofstrasse þar í borginni aðfaranótt sunnudags úr bílageymslu við hliðina og notuðu stóreflis bor til verksins.