Alþjóðastjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson varar við því að Bandaríkin geti ógnað Íslandi, vegna umpólunar í alþjóðamálum sem „hefur aukið hættustigið hér á landi“. Í færslu sinni á Facebook fjallar Baldur, sem kennir meðal annars smáríkjafræði við Háskóla Íslands, um „hættu úr óvæntri átt“. „Staða Íslands í alþjóðasamfélaginu breyttist árið 2025. Vá steðjar að landinu úr austri og vestri. Hættan er þó...