Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir sækist eftir 2. sæti hjá Samfylkingunni í Reykjavík

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir.Aðsend Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir gefur kost á sér í 2. sæti í forvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Í framboðstilkynningu kemur fram að Steinunn brennur sérstaklega fyrir leikskólamál og vill leysa þau „í eitt skipti fyrir öll“. Þá leggur hún áhrrslu á að borgin sé rekin af ábyrgð og skynsemi. „Við eigum að sinna viðhaldi áður en vandamál verða að krísum, einfalda ferla og fjarlægja óþarfa hindranir,“ segir í tilkynningu. Steinunn var talskona Stígamóta um árabil og er í dag formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram 24. janúar.