Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Í desember sagði Dóra Björt sig út Pírötum og gekk til liðs liðs við Samfylkinguna. „ Ég er svo innilega þakklát fyrir hlýjar móttökur eftir að ég tók það djarfa skref að flytja mig yfir í Samfylkinguna,“ segir Dóra Björt segir í framboðstilkynningu sem hún birtir á Facebook. Samfylkingin heldur prófkjör til að velja sex efstu frambjóðendur á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar. Niðurstaða prófkjörsins verður bindandi fyrir sex efstu sætin en uppstillingarnefnd raðar í önnur sæti. Samkvæmt reglum Samfylkingarinnar verður kona að skipa að minnsta kosti annað af tveimur efstu sætunum og síðan minnst annað af sætum þrjú og fjögur og fimm og sex. Framboðsfrestur rennur út í dag og prófkjörið sjálft fer fram 24. janúar.