Í kvöld: Íþróttamaður ársins verður kjörinn

Í Hörpu í kvöld kemur í ljós hvern Samtök íþróttafréttamanna kusu íþróttamann ársins 2025. Sýnt verður beint frá kjörinu frá kl. 19:40 á RÚV. Venju samkvæmt er búið að opinbera tíu efstu í kjörinu sem og þrjú efstu liðin og þrjá efstu þjálfarana. Í meðfylgjandi frétt má sjá hver koma til greina: Þetta er í sjötugasta sinn sem Samtök íþróttafréttamanna veita nafnbótina íþróttamaður ársins. 47 hafa unnið verðlaunin, þar af Vilhljámur Einarsson oftast eða fimm sinnum. Þrjú af þeim sem eru á meðal tíu efstu í ár hafa unnið verðlaunin áður (Gísli Þorgeir Kristjánsson, Glódís Perla Viggósdóttir og Ómar Ingi Magnússon) en hér má sjá öll þau sem hlotið hafa nafnbótina: Útsendingin á RÚV hefst klukkan 19:40 og þá fylgjumst við með öllu því helsta hér á vefnum.