Kristján Örn ekki með á EM

Kristján Örn Kristjánsson hefur dregið sig út úr landsliðshóp Íslands fyrir Evrópumótið í handbolta sem hefst síðar í mánuðinum. HSÍ tilkynnti um meiðslin nú í morgun. Kristján Örn Kristjánsson í landsliðstreyjunniRÚV / Mummi Lú Hann meiddist með félagsliði sínu Skanderborg AGF í október en vonast var til að hann yrði orðinn klár fyrir EM. Nú er komið í ljós að meiðslin voru alvarlegri en svo og Kristján getur því ekki leikið með liðinu á mótinu. Ekki fylgir tilkynningunni hvort annar leikmaður verði kallaður inn í staðinn, 18 leikmenn voru í EM-hóp Snorra Steins Guðjónssonar en 16 mega vera á skýrslu í hverjum leik. Kristján spilar í stöðu hægri skyttu.