Ekki vitað um fleiri Íslendinga í úkraínska hernum

Íslenskur ríkisborgari sem gekk til liðs við úkraínska herinn lést í Úkraínu í lok desember. Maðurinn hét Kjartan Sævar Óttarsson. Hann var 51 árs og búsettur í Svíþjóð. Fjölskylda mannsins greindi frá andláti hans og sagði hann hafa gengið til liðs við úkraínska herinn í byrjun desember. Þar ætlaði hann í þjálfun í aðhlynningu særðra hermanna. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins er ekki kunnugt um fleiri Íslendinga sem hafa gengið til liðs við úkraínska herinn.