Sjálf­stæðis­menn sveiflast upp en jafnaðar­menn dala í Reykja­vík

Fylgi Sjálfstæðisflokksins jókst um tvö prósentustig milli mánaða og nemur nú 35 prósentum í könnun Gallup frá því í desember. Flokkurinn hefur ekki mælst með meira fylgi síðan fyrir hrun og gæti myndað borgarstjórnarmeirihluta með Viðreisn og Miðflokknum.