Ársuppgjör Ólátagarðs 2025

hafaldan – reflection Hálfdán Aron gaf út fyrstu stuttskífu sína í febrúar og á henni eru fimm rafdrifin og einlæg lög. Hann keppti einnig í Músíktilraunum á árinu og kom þá fram með hljómsveit sem heppnaðist vel. Þetta er klárlega tónlistarmaður sem vert er að fylgjast með. hafaldan · reflection gubba hori – guffagor Pönkhljómsveitin guffagor kom sterkt inn í senuna í byrjun árs. Hér má heyra hráa, stutta og hraða gönkpönk-músík með skondna og skemmtilega texta. Hljómsveitin gaf einnig út plötu að nafninu gubb að vori og spiluðu á nokkrum tónlistarhátíðum í sumar þannig það var nóg að gera. guffagor by gubba hori Emma – Halidome Indífolk-hljómsveitin Emma gaf út sína fyrstu plötu um miðjan júní. Nafnið Halidome merkir heilagur staður en hljómsveitin lítur á plötuna sjálfa sem einhvers konar heilagan stað sem endurspeglast í viðkvæmum jafnt sem kröftugum hljóðheimi hennar. Halidome by Emma Norðanpaunk – Norðanpaunk 2025 Tónlistarhátíðin Norðanpaunk gaf út safnplötu með því tónlistarfólki sem kom fram á hátíðinni. Á plötunni má finna lög með Geðbrigði, Raw, Skurðgoð og GÓÐxÆRI, svo eitthvað sé nefnt. Norðanpaunk 2025 by Norðanpaunk BKPM – Bíddu, Ha? Síðpönks-hljómsveitin BKPM gaf út plötu sem naut mikilla vinsælda á árinu. Platan einkennist mikið af gulum vinnuvestum, súrrealískum textum og orkumikilli sviðsframkomu. Bíddu Ha? by BKPM knackered – fyi Raftónlistarkonan Ida Schuften Juhl gaf út sína fyrstu stuttskífu, FYI, undir nafninu knackered á vegum útgáfufyritækisins Marvöðu. Útgáfan vakti mikla athygli en Ida dreifði speglum með QR-kóða um miðbæinn til að vekja athygli á henni. Þannig var hægt að nálgast lögin, jafnvel áður en þau komu út á streymisveitum. fyi by knackered BSÍ – Because honestly Hljómsveitin BSÍ vakti athygli á árinu fyrir að tilkynna það að tónlist þeirra yrði ekki lengur á streymisveitunni Spotify. Because honestly er önnur af tveimur stuttskífum sem tvíeykið gaf út á árinu og heyra má hljómsveitina fara í rokkaðari átt með bjagaða gítara og tilfinningaþrungna texta. Because honestly by BSÍ Pitenz – 7 Akureyringurinn Áki Frostason gaf út einkennilega synth-popp-plötu þar sem sungið er á sjö tungumálum. Platan kemur út á vegum MBS (Mannfólkið breytist í slím) og sannar það að tónlistarsenan blómstrar utan höfuðborgarsvæðisins. Tilvalið fyrir tungumálanörda og danstónlistarunnendur. 7 by Pitenz Svartþoka – Draumsóleyjahafið Hér er tilvalin plata fyrir skammdegið. Hljómsveitin Svartþoka hefur verið áberandi í metal- og alternative-senunni sem meira tilraunkennda atriðið sem mátti sjá á annars oft rokkuðum tónleikum. Á fyrstu plötunni þeirra fær hljóðheimurinn tæra og áberandi mynd og lætur eftir myrka og drungalega tilfinningu. Draumsóleyjahafið by Svartþoka Öngþveiti – Öngþveiti er til sölu Rapptvíeykið Öngþveiti, sem samanstendur af Axel Gústavssyni og Orra Starrasyni, gaf út þétta og stutta plötu með höggmikla takta og beinskeitta texta. Lagasmíðin er ekkert nema grípandi og áberandi. Ekki láta þetta fara fram hjá þér. Einnig kom út safnplata á vegum RVK Bruggfélag og Reykjavík Record Shop sem ber nafnið Að standa á haus. Fjallað var um hana og aðrar útgáfur í Ólátagarði á Rás 2. Þátturinn er í spilaranum hér fyrir neðan. Ólátagarður á Rás 2 lítur til baka yfir árið sem var að líða og tekur saman helstu útgáfur sem staðið hafa upp úr í grasrótarsenunni.