Magnea Marinósdóttir stjórnmálafræðingur býður sig fram í 2. til 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún situr í stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og er varamaður í framkvæmdastjórn flokksins. Aðsend „Ég vil stuðla að þróun og umbótum á grundvelli aðgerða- og árangursmiðaðrar stefnumótunar sem felur í sér endurskoðun skipulags og verkferla eftir þörfum í þeim tilgangi að bæta árangur í starfsemi borgarinnar,“ segir í framboðstilkynningu Magneu. „Að sama skapi vil ég stuðla að því að gera borgina að enn betri vinnustað fyrir fólkið sem þar starfar og leitað er til.“