Maduro og eiginkona hans ákærð í New York

Ríkissaksóknari Bandaríkjanna Pam Bondi segir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, og eiginkonu hans Cilia Flores hafa verið ákærð fyrir dómstólum í New York. Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásir í Venesúela í nótt og voru forsetahjónin handtekin í kjölfarið og flutt úr landi. „Þau munu brátt finna fyrir reiði bandaríska réttlætiskerfisins, á bandarískri grundu, fyrir bandarískum dómstólum,“ segir Bondi Forsetinn er ákærður fyrir fyrirætlanir um fíkniefnahryðjuverk, um innflutning á kókaíni, eigu á vélbyssum og gereyðingartólum sem er ætlað að beita gegn Bandaríkjunum. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað eiginkona hans er ákærð fyrir. Bondi þakkaði bandaríska hernum fyrir hugrekki þeirra og óskaði þeim til hamingju með að hafa handtekið tvo aldræmda fíkniefnasmyglara. Bandaríkjaher gerði loftárásir á minnst sjö stöðum í Venesúela í morgun.