Stein Olav Romslo stærðfræðikennari býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samflylkingarinnar í Reykjavík.Thomas Kolbein Bjørk Olsen. Stein Olav Romslo býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Stein Olav er fæddur og uppalinn í Noregi en flutti til Íslands árið 2018 og hefur búið í Vesturbæ Reykjavíkur síðan. Stein Olav er 32 ára stærðfræðikennari í Hagaskóla. Hann er með M.Sc. gráðu í stærðfræði og kennslufræði frá norska tækniháskólanum NTNU í Þrándheimi og með diplómu í íslensku sem annað mál frá Háskóla Íslands. „Sem kennari tek ég með mér dýrmæta reynslu og þekkingu úr skólakerfinu,“ segir í tilkynningu Steins.