John McGinn skorar fram hjá John Victor eftir skringilegt úthlaup Victor. Markvörðurinn fór meiddur útaf eftir atkviðið.IMAGO Aston Villa vann 3-1 sigur gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta rétt í þessu. Ollie Watkins kom Villa yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks með skoti fyrir utan teig. John McGinn tvöfaldaði forskot Villa á 49. mínútu. Morgan Gibbs-White minnkaði muninn fyrir Forest er hann slapp í gegn á 61. mínútu. McGinn skoraði sitt annað mark eftir glórulaust úthlaup markvarðarins John Victor á 73. mínútu. Victor kom lengst út úr marki sínu og McGinn var ekki í vandræðum með að koma boltanum í tómt netið. Villa fer upp í 2. sætið með sigrinum og er með 42 stig. Forest er í 17. sæti með 18 stig.