Alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut

Lögreglu barst upp úr klukkan hálf tvö í dag tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut, skammt sunnan við Þrastarlund. Um var að ræða árekstur tveggja bifreiða. Biskupstungnabraut er nú lokuð milli Suðurlandsvegar og Grafningsvegar neðri á meðan vinna stendur yfir á vettvangi. Frá þessu greinir lögreglan á Suðurlandi.