Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Biskuptstungnabraut, sunnan við Þrastarlund, upp úr klukkan hálf tvö í dag. Um er að ræða fyrsta banaslysið í umferðinni í ár. Jafnframt var Rannsóknarnefnd samgönguslysa boðuð. Um var að ræða árekstur tveggja bifreiða og þrír einstaklingar voru í bifreiðunum. Tveir voru fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands en ökumaður annarrar bifreiðarinnar var úrskurðaður...