Frjálsíþróttakappinn Jón Arnar Magnússon hefur verið valinn í heiðurshöll Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Jón var um árabil einn fremsti frjálsíþróttamaður landsins og náði afar góðum árangri í tugþraut á heimsvísu. Hann tók brons á EM í innanhúss árið 1996 og keppti í fyrsta sinn á Ólympíuleikum það ár. Á HM 1997 tók hann einnig brons. Jón á Íslandsmetið í tugþraut, 6293 stig, sem hann náði á HM í Japan árið 1999. Jón keppti einnig á Ólympíuleikum 2000 og 2004 en þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. Hann varð íþróttamaður ársins 1996 og 1997. Ræða hans birtist hér innan skamms.