Ágúst Þór Jóhannsson er þjálfari ársins

Ágúst Þór Jóhannsson er þjálfari ársins 2025 en hann stýrði kvennaliði Vals í handbolta til sigurs í Evrópubikarkeppni auk þess að verða Íslandsmeistari. Liðið varð einnig deildarmeistari. Þjálfari ársins er kjörinn samhliða kjöri á íþróttamanni ársins líkt og gert hefur verið frá árinu 2012. Ágúst fékk 97 stig og næstir á eftir honum komu Dagur Sigurðsson þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta með 71 stig og Heimir Hallgrímsson þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta með 38 stig. Ágúst tók við karlaliði Vals í handbolta eftir tímabilið og liðið er í 2. sæti Íslandsmótsins sem stendur. Hann var aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta á árinu auk þess að stýra U19 ára landsliði kvenna á EM sumarið 2025. Þjálfararnir sem fengu atkvæði Þjálfari ársins Ágúst Þór Jóhannsson – Handbolti – 97 stig Dagur Sigurðsson – Handbolti – 71 stig Heimir Hallgrímsson – Fótbolti – 38 sti Einar Jónsson – Handbolti – 24 stig Freyr Alexandersson – Fótbolti – 15 sti Baldur Þór Ragnarsson – Körfubolti – 11 stig Sigurbjörn Bárðarson – Hestaíþróttir – 7 stig Ingi Gunnar Ólafsson – Lyftingar – 4 stig Sölvi Geir Ottesen – Fótbolti – 3 stig Viðtal við Ágúst birtist hér innan skamms.