Nafnbótin um íþróttamann, lið og þjálfara ársins 2025 var veitt í kvöld. Eygló Fanndal Sturludóttir er íþróttamaður ársins og kvennalið Vals í handbolta er lið ársins. Þá var Ágúst Þór Jóhannsson valinn þjálfari ársins. Alls fengu 24 tilnefningu til íþróttamanns ársins, níu sem þjálfari ársins og átta lið voru tilnefnd sem lið ársins. Hér má sjá hver það voru. Níunda skipti sem kona er valin Eygló Fanndal Sturludóttir var í kvöld útnefnd Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er í fyrsta sinn sem hún hýtur heiðurinn en í þriðja sinn sem hún er meðal efstu tíu Þetta er í níunda sinn sem kona er valin íþróttamaður ársins en í ár var valið í 70. sinn. Alls fengu 25 íþróttamenn atkvæði í kjörinu í ár. Þar af voru 11 konur en 14 karlar . Íþróttafólk frá 14 mismunandi sérsamböndum innan ÍSÍ fengu stig í kjörinu í ár. Stigin í kjörinu má sjá sundurliðuð í réttri röð hér fyrir neðan. Íþróttamaður ársins 2025 Eygló Fanndal Sturludóttir – Lyftingar – 532 stig Gísli Þorgeir Kristjánsson – Handbolti – 458 stig Tryggvi Snær Hlinason – Körfubolti – 211 stig Dagur Kári Ólafsson – Fimleikar – 143 stig Glódís Perla Viggósdóttir – Fótbolti – 142 stig Hákon Arnar Haraldsson – Fótbolti – 115 stig Jón Þór Sigurðsson – Skotfimi – 73 stig Snæfríður Sól Jórunnardóttir – Sund – 65 stig Hildur Maja Guðmundsdóttir – Fimleikar – 5 stig Ómar Ingi Magnússon – Handbolti – 51 stig Gunnlaugur Árni Sveinsson – Golf – 47 stig Hanna Rún og Nikita Bazev – Dans – 42 stig Cecilía Rán Rúnarsdóttir – Fótbolti – 38 stig Albert Guðmundsson – Fótbolti – 35 stig Thea Imani Sturludóttir – Handbolti – 33 stig Viktor Gísli Hallgrímsson – Handbolti – 32 stig Baldvin Þór Magnússon – Frjálsíþróttir – 30 stig Konráð Valur Sveinsson – Hestaíþróttir – 26 stig Elvar Már Friðriksson – Körfubolti – 23 stig Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir – Skíði – 17 stig Elín Klara Þorkelsdóttir – Handbolti – 12 stig Jöfn í 22. til 24. sæti Ragnhildur Kristinsdóttir – Golf – 2 stig Jóhann Berg Guðmundsson – Fótbolti – 2 stig Thelma Aðalsteinsdóttir – Fimleikar – 2 stig Öll voru þau valin í 9. sæti og teljast því jöfn. Hvernig virkar kosningin? 30 félagar eru í Samtökum íþróttafréttamanna þetta árið og tóku þeir allir þátt í kjörinu. Tíu þeirra vinna fyrir Sýn, átta þeirra hjá RÚV, fjórir hjá Morgunblaðinu, þrír hjá Fotbolta.net, tveir hjá 433.is, einn hjá Handbolta.is, einn hjá Símanum og einn hjá Kylfingi.is. Hver íþróttafréttamaður setur tíu nöfn íþróttafólks á blað. Sá sem settur er í efsta sæti fær 20 stig, 2. sætið gefur 15 stig, 3. sætið 10 stig, 4. sætið 7 stig, 5. sætið 6 stig, 6. sætið 5 stig, 7. sætið 4 stig, 8. sætið 3 stig, 9. sætið 2 stig og 10. sætið á hverjum atkvæðaseðli gefur 1 stig. Í kjörinu á liði og þjálfara ársins eru sett þrjú nöfn á blað. Efsta sætið gefur 5 stig, 2. sætið 3 stig og 3. sætið 1 stig. Þjálfari ársins 2025 Ágúst Þór Jóhannsson – Handbolti – 97 stig Dagur Sigurðsson – Handbolti – 71 stig Heimir Hallgrímsson – Fótbolti – 38 sti Einar Jónsson – Handbolti – 24 stig Freyr Alexandersson – Fótbolti – 15 sti Baldur Þór Ragnarsson – Körfubolti – 11 stig Sigurbjörn Bárðarson – Hestaíþróttir – 7 stig Ingi Gunnar Ólafsson – Lyftingar – 4 stig Sölvi Geir Ottesen – Fótbolti – 3 stig Lið ársins 2025 Valur kv. – Handbolti – 123 stig Breiðablik kv. – Fótbolti – 64 stig Fram kk. – Handbolti – 44 stig Íslenska landsliðið – Hestaíþróttir – 22 stig Stjarnan kv. – Hópfimleikar – 12 stig Víkingur kk. – Fótbolti – 3 stig Íslenska landsliðið kk. – Handbolti – 1 stig KA kv. – Blak – 1 stig