Eygló Fanndal Sturludóttir lyftingakona er íþróttamaður ársins 2025. Íþróttamaður ársins var kjörinn í 70. sinn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. 25 íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu og voru tíu efstu tilnefndir að venju. Eygló var í fyrsta sæti hjá 21 af þeim 30 íþróttafréttamönnum sem kusu. Þetta er í níunda sinn sem kona er valin íþróttamaður ársins. Þetta er í þriðja sinn sem hún er meðal tíu efstu í kjörinu en hún var í 3. sæti árið 2024. Eygló endaði með 532 stig en næst á eftir komu handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson með 458 stig og körfuboltamaðurinn Tryggvi Snær Hlinason með 211 stig. Fyrst Íslendinga Eygló varð á árinu Evrópumeistari í ólympískum lyftingum í -71 kg flokki þar sem hún lyfti samanlagt 244 kílóum. Hún varð þar með fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í ólympískum lyftingum í opnum aldursflokki á EM í Moldavíu í apríl 2025. Það var hærri samanlögð þyngd en Evrópumeistararnir í -76 kg og í -81 kg flokkum lyftu. Eygló varð einnig Evrópumeistari í jafnhendingu á mótinu þar sem hún lyfti 135 kg og fékk silfur í snörun með 109 kg, einu kílói minna en gullverðlaunahafinn. Þyngdin sem Eygló lyfti hefði einnig dugað til sigurs í tveimur flokkum fyrir ofan hennar flokk. Eygló glímdi svo við meiðsli síðari hluta árs sem komu í veg fyrir þátttöku hennar á HM í október, þar sem hún hefði verið líkleg til afreka. Hér að neðan má sjá allar lyfturnar hennar Eyglóar og þegar Evróputitilinn var í höfn. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Sigurður Darri Rafnsson lýstu. Eygló Fanndal Sturludóttir hefur hlotið nafnbótina Íþróttamaður ársins 2025. Eygló varð Evrópumeistari í ólympískum lyftingum og var kosin af Samtökum íþróttafréttamanna á árlegu hófi í Hörpu. Ræða Eyglóar birtist hér innan skamms. Þessi fengu atkvæði Eygló Fanndal Sturludóttir – Lyftingar – 532 stig Gísli Þorgeir Kristjánsson – Handbolti – 458 stig Tryggvi Snær Hlinason – Körfubolti – 211 stig Dagur Kári Ólafsson – Fimleikar – 143 stig Glódís Perla Viggósdóttir – Fótbolti – 142 stig Hákon Arnar Haraldsson – Fótbolti – 115 stig Jón Þór Sigurðsson – Skotfimi – 73 stig Snæfríður Sól Jórunnardóttir – Sund – 65 stig Hildur Maja Guðmundsdóttir – Fimleikar – 5 stig Ómar Ingi Magnússon – Handbolti – 51 stig Gunnlaugur Árni Sveinsson – Golf – 47 stig Hanna Rún og Nikita Bazev – Dans – 42 stig Cecilía Rán Rúnarsdóttir – Fótbolti – 38 stig Albert Guðmundsson – Fótbolti – 35 stig Thea Imani Sturludóttir – Handbolti – 33 stig Viktor Gísli Hallgrímsson – Handbolti – 32 stig Baldvin Þór Magnússon – Frjálsíþróttir – 30 stig Konráð Valur Sveinsson – Hestaíþróttir – 26 stig Elvar Már Friðriksson – Körfubolti – 23 stig Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir – Skíði – 17 stig Elín Klara Þorkelsdóttir – Handbolti – 12 stig Jöfn í 22. til 24. sæti Ragnhildur Kristinsdóttir – Golf – 2 stig Jóhann Berg Guðmundsson – Fótbolti – 2 stig Thelma Aðalsteinsdóttir – Fimleikar – 2 stig Öll voru þau valin í 9. sæti og teljast því jöfn.