Bjarni Malmquist er íþróttaeldhugi ársins

Bjarni Malmquist Jónsson fær heiðursverðlaun sem íþróttaeldhugi ársins fyrir sjálboðaliðastörf sín. Hann endurreisti íþróttafélagið Vísi í Suðursveit. Bjarni er formaður Ungmennasambandsins Úlfljóts (USÚ) og Ungmennafélags Vísis. Bjarni tók við formannssæti USÚ í apríl síðastliðnum og ýtti af stað miklum framförum í aðstöðu félagsins, þar sem til að mynda verður nýr fjölnota íþróttavöllur reistur í sumar. Árni Þór Grétarsson og Hugrún Hjálmarsdóttir voru einnig tilnefnd.