Oddvitaslagur Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor verður á milli Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra og Péturs Marteinssonar, rekstrarstjóra og fyrrverandi knattspyrnumanns. Framboðsfrestur í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík rann út í gær. 17 gefa kost á sér á lista flokksins. Fjögur gefa kost á sér í 2. sæti, þau Bjarnveig Birta Bjarnadóttir, viðskiptafræðingur og stjórnandi hjá íslenska framleiðslufyrirtækinu Tulipop, Skúli Helgason borgarfulltrúi, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, ráðgjafi hjá samskiptafyrirtækinu Aton og Magnea Marinósdóttir stjórnmálafræðingur. Fimm sækjast eftir 3. sæti, þar á meðal Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi, sem sagði skilið við Pírata í desember og gekk til liðs við Samfylkinguna. Hver verða í framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík? Í framboði verða eftirfarandi einstaklingar ásamt því sæti sem þau sækjast eftir: Heiða Björg Hilmisdóttir - 1. sæti Pétur Hafliði Marteinsson - 1. sæti Bjarnveig Birta Bjarnadóttir - 2. sæti Skúli Helgason - 2. sæti Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir - 2. sæti Magnea Marinósdóttir - 2.-4. sæti Guðmundur Ingi Þóroddsson - 3. sæti Sara Björg Sigurðardóttir - 3. sæti Birkir Ingibjartsson - 3.-4. sæti Dóra Björt Guðjónsdóttir - 3.-4. sæti Ellen J. Calmon - 3.-5. sæti Stein Olav Romslo - 4. sæti Valný Óttarsdóttir - 4.-6. sæti Rúnar Logi Ingólfsson - 4.-6. sæti Ólöf Helga Jakobsdóttir - 5. sæti Bjarni Þór Sigurðsson - 5.-6. sæti Sigfús Ómar Höskuldsson - 6. sæti Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram 24. janúar. Prófkjörið verður haldið samkvæmt reglum Samfylkingarinnar um flokksval. Flokksmenn einir hafa kosningarétt.