Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, tók við stjórnartaumunum í borginni í febrúar 2025 þegar Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og þáverandi borgarstjóri, sprengdi meirihlutasamstarf Framsóknar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Hann hafði þá verið borgarstjóri í rúmt ár en forveri hans Dagur B. Eggertsson hafði gegnt starfinu í tíu ár þar á undan. Í kjölfar meirihlutaslitanna mynduðu Samfylkingin, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistar meirihluta með Heiðu Björg í fararbroddi. Af áramótaskaupinu að dæma hafa borgarstjóraskiptin farið fram hjá mörgum því eitt af vinsælli atriðum áramótaskaupsins 2025 gerði grín að því að enginn vissi hvað borgarstjóri Reykjavíkur héti. Áramótaskaupið 2025 gerði óspart grín að því að fáir vissu hvað borgarstjóri Reykjavíkur heitir. Hún heitir Heiða Björg Hilmisdóttir og deildi stuttu myndbandi á Tik Tok til að kynna sig. Borgarstjóri hefur tekið vel í gamnið og birti í gær myndskeið á TikTok-reikningi sínum þar sem hún sýnir atriðið fyrst og kynnir sig með nafni á meðan hún farðar sig fyrir daginn. „Ég heiti vissulega Heiða og er borgarstjórinn í Reykjavík og það er heiður að vera borgarstjórinn ykkar.“ Það er kannski ekki tilviljun að Heiða Björg vilji kynna sig enda er barátta um oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni að hefjast, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor. Pétur Marteinsson, rekstrarstjóri og fyrrverandi knattspyrnumaður, gaf nýverið kost á sér í oddvitasæti í prófkjöri Samfylkingarinnar. @heidahilmis Heiða Björg Hilmisdóttir heiti ég!⭐️? #skaupið2025 #borgarstjórn #reykjavik #fyrirþig #foryou ♬ original sound - Heiða Björg