Söfnunarþrá Z-kynslóðarinnar knýr áfram leikfangasölu

Stórauknar vinsældir mjúkdýra síðastliðin ár má að miklum hluta rekja til söfnunarþrá fullorðins fólks. Sala safnleikfanga  jókst á heimsvísu í fyrra meðan almenn leikfangasala dróst saman. Labubu-æðið á nýliðnu ári fór eflaust ekki framhjá neinum enda voru þær svo vinsælar að eftirlíkingar rokseldust einnig, meðal annars til Íslendinga. Viðskiptavinirnir voru hins vegar ekki bara börn, sem eru eðli málsins samkvæmt helsti markhópur leikfangaframleiðanda, heldur varði fullorðið fólk háum fjárhæðum í að safna Labubu-dúkkum. @cozymija I can’t get enough ? @POP MART US #labubu #labubuthemonsters #labubuhaveaseat #labubus #labubumacarons #fyp #parati ♬ use this sound if emoji cats sucks - ✨S̶u̶k̶i̶✨ Hið sama á við breska leikfangamerkið Jellycat, sem hefur einnig notið mikilla vinsælda hér á landi. Sala á Jellycat-tuskudýrum hefur stóraukist og má rekja stóran hluta vinsældanna til Kína, þar sem einn helsti markhópurinn er Z-kynslóðin, fólk fætt á árunum 1997 til 2012, og fullorðið fólk undir 35 ára. @hopesjellycats the growth of my jellycat collection in one year #jellycat #jellycatcollection #trending ♬ End of Beginning - Djo Sala á leikföngum almennt dróst lítillega saman á heimsvísu í fyrra, samkvæmt gögnum markaðsrannsóknarfyrirtækisins Circana, þó aðeins um tæplega 1%. Sala safnanlegra leikfanga, líkt og Labubu og Jellycat, jókst hins vegar um 5%. Margir sérfræðingar hafa velt vöngum yfir ástæðum þess að leikföng séu jafn vinsæl hjá Z-kynslóðinni og raun ber vitni og þar gæti margt legið að baki. Sumir telja samfélagsmiðla vera meginorsökina og aðrir að einmanaleiki og streita í heimsfaraldrinum hafi leitt til þess að fullorðið fólk sótti huggun í söfnun knúna af fortíðarþrá. Tekjur framleiðanda Labubu á fyrri helmingi síðasta árs nam rúmlega 84 milljörðum íslenskra króna og var rúmlega helmingur kaupenda konur á aldrinum 25 til 34 ára.