Til verði evrópskt heims­veldi

Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi vægi landsins við ákvarðanatöku innan sambandsins fyrst og fremst eftir íbúafjöldanum hér á landi líkt og annarra ríkja innan þess. Um það yrði ekki samið í umsóknarferlinu kæmi til þess. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði Evrópusambandsins, valdamestu stofnun þess, aðeins um 0,08% eða á við um 5% hlutdeild í einum þingmanni á Alþingi.