Hafís nálgast landið

Ísinn hefur færst nær landi í nótt, skv. skipatilkynningu. Hér er ískort með nýjum upplýsingum frá því í nótt og morgun. Ísbreiðan er 35 sjómílur vestur af Aðalvík og 21 sjómílu NNV af Horni. Ratsjármyndin náði aðeins yfir austasta hluta ísbreiðunnar (hvítt) og því sést ísbreiða gærdagsins einnig á kortinu (grátt).