Ó­víst hvort hægt verði að endur­heimta jarð­neskar leifar Kjartans

Ekki hefur tekist að endurheimta lík íslensks karlmanns sem féll á vígvellinum í Úkraínu og óvíst er hvort hægt verði yfir höfuð að endurheimta jarðneskar leifar hans. Fjölskylda mannsins nýtur aðstoðar borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna andláts mannsins sem hét Kjartan Sævar Óttarsson og var 51 árs.