Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar
Slökkviliðsmenn í Árnessýslu komu álft, sem sat frosin föst við klaka í Ölfusá, til bjargar í dag. Álftinni virðist ekki hafa orðið meint af eftir prísundina og synti ásamt maka sínum í sólarlagið að björgun lokinni.