Treystum við ríkis­stjórninni fyrir náttúru Ís­lands?

Upp á síðkastið hefur orðræða umhverfisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar verið á þá leið að almenningur sé upp til hópa mjög fylgjandi virkjanaframkvæmdum í landi sem er nú þegar eitt það allra raf- og iðnvæddasta í alþjóðlegum samanburði.