Öflugur jarðskjálfti á Filippseyjum

Jarðskjálfti af stærðinni 6,4 varð undan ströndum suðurhluta Filippseyja í dag. Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna segir að skjálftinn hafi átt sér stað á 58 metra dýpi, 27 kílómetrum austur af bænum Santiago á eyjunni Mindanao.