Vikulegri útgáfu ViðskipaMoggans verður hætt og þá hafa þrjár deildir hjá mbl.is og Morgunblaðinu verið sameinaðar í eina. Breytingarnar sem gerðar hafa verið á ritstjórn Morgunblaðsins og fréttavefsins mbl.is sem fela í sér að þær deildir sem annast hafa almennan fréttaflutning á blaði og vef hafa verið sameinaðar. Sömuleiðis hefur viðskiptadeild blaðsins, sem hefur sinnt umfjöllun bæði á vef og í blaði, verið færð undir sömu deild.