Fé­lags­legur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauð­syn

Síðan ég hóf störf með fólki í afplánun og eftir afplánun hef ég heyrt ótal sögur um djúpstæð og langvarandi áföll, brotin kerfi, vonleysi og vanlíðan. Flestar þessara sagna byrja löngu áður en afplánun hefst. Á æskuárum mótaði vanræksla, ofbeldi eða fátækt líf þeirra, í skólum setti einelti mark sitt á viðkomandi og jafnvel fjölskyldur sem gerðu allt sem þær gátu urðu fyrir kerfislægum mistökum sem leiddu til skorts á nauðsynlegri aðstoð og stuðningi.