Darren Fletcher mun stýra liði Manchester United í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið mætir Burnley á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Fletcher segist hafa leitað blessunar fyrrverandi stjóra síns hjá Manchester United, Sir Alex Ferguson, áður en hann tók við sem bráðabirgðastjóri á Old Trafford.