Ekki er lengur sérstök deild sem sinnir fréttaþjónustu á mbl.is, vef Morgunblaðsins, heldur hafa allar þrjár fréttadeildir Morgunblaðsins verið sameinaðar í eina. Þar með fellur niður formleg skipting milli blaðamanna sem skrifa fyrst og fremst fyrir vefinn annars vegar og prentaða Morgunblaðið hins vegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Morgunblaðinu þar sem greint er frá skipulagsbreytingum á ritstjórn blaðsins...