„Við þurfum að finna lausnir því ella eykst vandinn enn frekar,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri í Borgarbyggð. Á könnu sveitarfélagsins er að tryggja framfærslu fólks sem flúið hefur stríðshrjáða Úkraínu og var fundinn samastaður á Bifröst í Norðurárdal.