Fáar vís­bendingar um miklar breytingar í Venesúela

Brotthvarf Nikolas Madúró forseta Venesúela er ótvírætt högg fyrir stjórn sósíalista í landinu. Það raskar starfi þeirra og skapar tækifæri til breytinga, en um leið er ólíklegt að handtaka hans ein og sér skili langlífum breytingum á stjórnarfari landsins. Skipulagslegt viðnámsþol, samheldni valdastéttarinnar, stofnanaleg dýpt og ytri pólitísk áhrif takmarka áhrifin af brotthvarfi forsetans.