Þrálátur orðrómur er nú uppi á samfélagsmiðlum um það að Stranger Things sjónvarpsþáttaröðinni sé alls ekkert lokið líkt og áhöld hafa verið uppi um. Þáttaröðinni heimsfrægu lauk á Netflix á dögunum þegar áttundi þáttur fimmtu seríu fór í loftið og var þátturinn heilir tveir tímar að lengd.