Út­lendinga­stofnun til­kynnir starfs­manninn til lög­reglu

Útlendingastofnun hefur tilkynnt brot starfsmanns stofnunarinnar á persónuvernd og þagnarskyldu til lögreglunnar. Starfsmaðurinn deildi nöfnum skjólstæðinga í lokuðum hópi á Instagram. Í yfirlýsingu kemur fram að farið hafi verið yfir allar ákvarðanir starfsmannsins og ekki sé talið tilefni til að taka þær upp að nýju.