Fyrsta umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, heldur áfram í kvöld með fjórum viðureignum. 18:10 Fjölbrautarskóli Suðurnesja mætir Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra 18:50 Menntaskólinn í Kópavogi mætir Fjölbrautarskóla Suðurlands 19:30 Framhaldsskólinn á Húsavík mætir Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 20:10 Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum mætir Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu þurftu að fresta keppni þar til í lok kvölds út af veðri. Verkmenntaskólinn á Akureyri gat ekki fundið lið í tíma og gefur sína keppni gegn Menntaskólanum að Laugarvatni. Menntaskólinn að Laugarvatni fer þá sjálfkrafa áfram í efri styrkleikaflokk.