Koma herþotna tengist ekki olíuskipinu

Fram kemur í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is að herþotur sem höfðu viðkomu á Íslandi í dag hafi verið í hefðbundnu gegnumflugi og tengist ekki aðgerð bandarísa og breska hersins í lögsögu Íslands sem beindist að rússneska olíuskipinu Marinera.