Endurkoma Rashford ekki í kortunum eftir brottrekstur Amorim

Marcus Rashford og aðrir leikmenn svokallaðs „Bomb Squad“ Manchester United eru ólíklegir til að snúa aftur á Old Trafford, þrátt fyrir brottrekstur Ruben Amorim. Rashford ásamt liðsfélögum sínum Jadon Sancho, Rasmus Højlund og André Onana fengu allir leyfi til að fara á lánssamninga á 14 mánaða valdatíma Amorim hjá Manchester United, sem lauk á mánudag. Lesa meira