Haukar jöfnuðu við Val og Keflavík og Tindastóll fjarlægist fallið

umferð Bónusdeildar kvenna í körfubolta lauk í kvöld með tveimur leikjum. Íslandsmeistararnir í Haukum unnu öruggan sigur á Keflavík í Ólafssal, 94-73. Á sama tíma lagði Tindastóll Val á Sauðárkróki 81-79. Haukar fóru upp að hlið Vals og Keflavíkur í sætum 4-6 og eru liðin með 16 stig. Njarðvík er á toppnum með 20, tveimur meira en KR og Grindavík. Tindastóll er eftir sigurinn í kvöld með 10 stig, eins og Stjarnan. Liðin eru 6 stigum á undan Ármanni sem er í fallsæti. Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 18 stig fyrir Hauka í kvöld.RÚV / Mummi Lú