Fulltrúi ICE skaut konu til bana

Fulltrúi Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, skaut konu til bana í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna sagði fulltrúann hafa verið að bregðast við í sjálfsvörn. Konan hafi ætlað að keyra bíl á hann. Mótmælendur höfðu safnast saman til að mótmæla aðgerðum stofnunarinnar. Jacon Frey, borgarstjóri Minneapolis, dregur frásögn alríkisyfirvalda í efa og krefst þess að fulltrúar Innflytjendastofnunarinnar yfirgefi borgina. Brian O'Hara, lögreglustjóri í Minneapolis, sagði á blaðamannafundi að konan hefði verið skotin í höfuðið, hún hafi verið flutt á sjúkrahús en verið látin við komuna þangað.