Þriðju undankeppni Gettu betur lauk í dag og þar með er forkeppni lokið. Þeir skólar sem tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum keppninnar í kvöld eru Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra, Flensborgarskólinn í Hafnarfirði og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu. Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra sigraði Fjölbrautaskóla Suðurnesja 17 -12. Fjölbrautaskóli Suðurlands sigraði Menntaskólann í Kópavogi 29 - 25. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði sigraði Framhaldsskólann á Húsavík 11-10. Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu sigraði Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum 15-11. Hér fyrir neðan má nálgast viðureignir kvöldsins í spilara RÚV. Fjölbrautarskóli Suðurnesja - Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/gettu-betur-2026-undankeppnir/38744/bhfnca Fjölbrautaskóli Suðurlands - Menntaskólinn í Kópavogi https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/gettu-betur-2026-undankeppnir/38744/bhfncb Flensborgarskólinn í Hafnarfirði - Framhaldsskólinn á Húsavík https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/gettu-betur-2026-undankeppnir/38744/bhfncc Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu - Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Hlekkur kemur inn síðar. Menntaskólinn í Kópavogi og Kvennaskólinn í Reykjavík voru stigahæstu tapliðin og bætast því í hóp þeirra skóla sem komast áfram í næstu umferð. Þessir skólar mætast í annarri umferð sem fer fram 19. og 21. janúar á Rás 2 strax að loknum kvöldfréttum. 19. janúar Menntaskólinn við Hamrahlíð - Menntaskólinn á Akureyri Fjölbrautaskóli Suðurlands - Menntaskólinn í Kópavogi Fjölbrautarskóli Vesturlands - Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu Menntaskólinn á Egilsstöðum - Fjölbrautaskólinn við Ármúla 21. janúar Menntaskólinn að Laugarvatni - Menntaskólinn við Sund Borgarholtsskóli - Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra Verzlunarskóli Íslands - Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Menntaskólinn í Reykjavík - Kvennaskólinn í Reykjavík