Bíóhöllin við Álfabakka snýr aftur til upprunans í sínum síðasta mánuði sýninga. Þar verða næstu vikurnar sýndar ýmsar kvikmyndir sem stóðu fyrstu gestum kvikmyndahússins til boða árið 1982. Fyrsta bíómyndin sem sýnd var í Bíóhöllinni verður svo sömuleiðis sú síðasta, Being There með Peter Sellers í aðalhlutverki.